Hoppa yfir valmynd
25. október 2022 Matvælaráðuneytið

Álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur greiddar út

Greiddar voru í dag rúmar 465 milljónir til umsækjenda vegna álags á jarðræktarstyrki og landgreiðslna. Greiðslurnar eru samkvæmt tillögum spretthóps sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti á laggirnar í júní sl. vegna alvarlegrar stöðu landbúnaðar.

Álagið er reiknað út frá umsóknum og er 10% haldið eftir vegna uppgjörs sem verður í desember eftir að úttektum allra umsókna er lokið.

Jarðræktarstyrkir voru greiddir út á 10.557 hektara ræktunarlands að teknu tilliti til skerðingar vegna stærðarmarka umsókna, og var einingaverð 22.080 kr.

Landgreiðslur voru greiddar út á 82.321,7 hektara lands og var einingaverð 2.820 kr. Umsækjendur um landgreiðslur voru 1.574 talsins og umsækjendur um jarðræktarstyrki 1.007.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum