Hoppa yfir valmynd
26. október 2022 Matvælaráðuneytið

Auglýsing um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi

 Auglýsing um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi - myndiStock/James Hendricks

Með vísan til sérstaks samnings milli Íslands, Noregs, Liechtenstein og Bretlands um viðskipti með landbúnaðarvörur, á grundvelli 65. gr. B búvörulaga nr. 99/1993 og 12. gr. tollalaga nr. 88/2005 og til reglugerðar um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi nr. 1170/2022, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning á landbúnaðarvörum, upprunnum í Bretlandi og með upprunavottorð þaðan fyrir tímabilið 1. janúar – 31. desember 2023:

 

Vara

Tímabil

Vörumagn

Verðtollur

Magntollur

Úr tollskrárnr.

 

 

kg

%

kr./kg

ex0406

Ostur og ystingur (*)

01.01. - 31.12.23

11.000

0

0

 

0406

Ostur og ystingur

01.01. - 31.12.23

19.000

0

0

1602

Annað kjöt, hlutar af dýrum eða blóð, unnið eða varið skemmdum

01.01. - 31.12.23

18.400(**)

0

0

(*) Upprunavörur með vernduðum upprunatáknun (VUT) og/eða verndaðri, landfræðilegri merkingu (VLM) sem fellur undir tollskrárlið 0406.
(**) Árlegt vörumagn samkvæmt samningnum er 18.300 kg. Árlegt magn bráðabirgðasamningsins var 18.000 kg. Því eykst árlegt vörumagn um 300 kg. Árið 2023 bætast við 100 kg til samræmis við ákvæði samningsins. Fríverslunarsamningnum er beitt til bráðabirgða frá 1. september 2022 og er því 4/12 af 300 kg bætt við magn ársins 2023.

Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur, skal leita tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Berist umsóknir um meira magn innflutnings vara úr vörulið ex 0406(*) en auglýstum tollkvóta nemur skal tollkvótanum úthlutað eftir hlutkesti. Úthlutun er ekki framseljanleg.

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hætti á vefkerfinu tollkvoti.is. Nýskráning notenda í vefkerfið fer fram hjá matvælaráðuneytinu. Ef óskað er eftir nýskráningu notenda skal hafa samband við ráðuneytið í síma 545-9700 eða á [email protected]. Sjá eftirfarandi ítarefni vegna úthlutunar tollkvóta:

Leiðbeiningar tollkvóti (PDF)
Vefkerfi fyrir úthlutun tollkvóta (PDF)

Opnað verður fyrir umsóknir á tollkvoti.is miðvikudaginn 26. október 2022 og skulu umsóknir berast fyrir kl. 23.59, mánudaginn 7. nóvember 2022.

Matvælaráðuneytinu, 25. október 2022.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum