Hoppa yfir valmynd
2. nóvember 2022 Innviðaráðuneytið

Ársskýrsla um verkefnið Brothættar byggðir

Forsíða ársskýrslu Byggðastofnunar um Brothætt byggðalög - mynd

Byggðastofnun hefur gefið út ársskýrslu um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir fyrir starfsárið 2021. Skýrslan veitir gefur yfirlit yfir framvindu verkefna í þeim sex byggðarlögum sem voru þátttakendur í verkefninu á árinu 2021. Brothættar byggðir eru ein af aðgerðum í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árinu 2022-2036.

Hartnær tíu ár eru síðan verkefnið Brothættar byggðir hóf göngu sína. Í ársskýrslunni segir að í upphafi verkefnisins hafi hugmyndin verið sú „að búa til aðferð eða verklag sem hægt væri að yfirfæra á byggðarlög sem stæðu frammi fyrir sambærilegum vanda, þ.e. viðvarandi fækkun íbúa og erfiðleikum í atvinnulífi.“ Einnig segir að þátttökubyggðarlögin í Brothættum byggðarlögum eigi það „sameiginlegt að þar hefur verið mikil fólksfækkun og skekkt aldursdreifing. Skortur er á húsnæði og á það jafnt við um íbúðarhúsnæði til sölu, leiguíbúðir og atvinnuhúsnæði. Bætt fjarskipti og umbætur í raforkumálum eru brýn málefni víða, sem og samgöngubætur og bætt þjónusta.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum