Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Nýtt meistaranám í geðhjúkrun skapar margvísleg tækifæri

Landspítali - myndHeilbrigðisráðuneytið

Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, geðþjónusta Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri, bjóða nú í fyrsta sinn upp á sameiginlegt tveggja ára klínískt meistaranám í geðhjúkrun hér á landi og er námið vistað hjá Háskóla Íslands.

Námið er til tveggja ára. Samstarf þessara fjögurra stofnana felur í sér að háskólarnir í sameiningu bjóða upp á fræðilega undirstöðu og nauðsynlega sérhæfingu og heilbrigðisstofnanirnar bjóða upp á 12 launaðar sérnámsstöður í geðhjúkrun á fyrra ári námsins. Fyrstu nemendurnir innrituðust í haust. Skipuleggjendur námsins segja það mikilvægt skref til að efla geðhjúkrun hér á landi, auka sérhæfingu og efla geðheilbrigðisþjónustu við landsmenn.

Hjúkrunarfræðingar sem starfa við geðhjúkrun hafa kallað eftir auknum tækifærum til starfsþróunar og möguleikum á að bæta við og þróa klíníska hæfni sína í geðhjúkrun. Með nýja meistaranáminu opnast tækifæri á þessu sviði.

Færri komust að en vildu við innritun í námið í haust og barst 21 umsókn um þær 12 stöður sem eru í boði. Næsta inntaka nemenda verður haustið 2024. 

Skipulag námsins

Meistaranám í geðhjúkrun er 120 einingar og er skipulagt sem tveggja ára nám. Nemendur ljúka 60 einingum á fyrra árinu, sem að hluta til er launað starfsnám, og 40 einingum því síðara. Námið er sveigjanlegt með reglulegum staðlotum á námstímanum við HÍ og HA, auk klínískra námskeiða á Landspítala.

Gert er ráð fyrir að á fyrra árinu séu nemendur í 80% launuðu starfsnámi á geðdeildum Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri, í geðheilsuteymum heilsugæslunnar eða á öðrum vettvangi sem gæti aukið og dýpkað skilning nemenda á störfum sérfræðinga í geðhjúkrun.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum