Hoppa yfir valmynd
13. desember 2022 Matvælaráðuneytið

Uppgjör vegna álagsgreiðslna á jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Uppgjör vegna álagsgreiðslna á jarðræktarstyrki og landgreiðslur - myndiStock/Karel Stipek

Matvælaráðuneytið hefur gengið frá uppgjöri vegna álagsgreiðslna (sprettgreiðslna) á jarðræktarstyrki og landgreiðslur.

Álagsgreiðslurnar eru hluti af svokölluðum sprettgreiðslum stjórnvalda sem var komið á að fengnum tillögum spretthóps sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði í júní sl. vegna hækkandi matvælaverðs. Um 90% af greiðslum voru greiddar út í október og byggðust á innsendum umsóknum.

Nýgert uppgjör byggir hins vegar á niðurstöðu úttektar ráðuneytisins ásamt þeim 10 % fjárveitingarinnar sem haldið var eftir fyrir endanlegt uppgjör. Bændur hafa fengið sendar tilkynningar og upplýsingar um uppgjörið í Afurð og í stafrænt pósthólf á Ísland.is.

Heildarupphæð uppgjörsgreiðslu sem er greidd í dag er um 52.000.000 kr. en alls var álagsgreiðsla stjórnvalda vegna jarðræktar og landgreiðslna um 517.000.000 kr.

Hefðbundin jarðræktarstuðningur verður greiddur út á næstu dögum.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum