Hoppa yfir valmynd
15. desember 2022 Innviðaráðuneytið

Vilt þú stýra spennandi norrænu samstarfsverkefni?

Staða framkvæmdastjóra NORA, Norræna Atlantshafssamstarfsins, er laus til umsóknar og verður ráðið í hana frá 1. ágúst 2023. NORA heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og hefur það að markmiði að styrkja samstarf á samstarfssvæði sínu, en aðild eiga Grænland, Ísland, Færeyjar og strandhéruð Noregs. NORA veitir styrki til samstarfsverkefna á Norður-Atlantshafssvæðinu og tekur einnig virkan þátt í stefnumörkun og kemur að samstarfi á svæðinu.

Nánar má fræðast um starfið hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum