Hoppa yfir valmynd
22. desember 2022 Dómsmálaráðuneytið

Stefán Geir skipaður í embætti dómanda við Endurupptökudóm

Dómsmálaráðherra hefur skipað Stefán Geir Þórisson lögmann í embætti dómanda við Endurupptökudóm frá og með 1. febrúar 2023 til og með 31. janúar 2028.

Stefán Geir lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1990 og öðlaðist málflutningsréttindi sem héraðdómslögmaður árið 1992 og sem hæstaréttarlögmaður árið 1998. Á árunum 1991-1993 og 1995-1998 var hann fulltrúi á lögmannsstofu en hefur upp frá því verið sjálfstætt starfandi lögmaður. Hann hefur meðal annars jafnframt starfað við lagadeild Eftirlitsstofnunar EFTA, sinnt stundakennslu við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík um árabil og verið gerðarmaður við Alþjóða íþróttadómstólinn, auk þess að leggja stund á fræðiskrif um lögfræði. Þá hefur hann frá ársbyrjun 2021 verið varadómandi í Endurupptökudómi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum