Hoppa yfir valmynd
30. mars 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Hús íslenskunnar opið almenningi á sumardaginn fyrsta

Á vígslunni 19. apríl verður nafn hússins afhjúpað. 

Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, sem hefur gengið undir nafninu „Hús íslenskunnar", verður vígt 19. apríl. Á vígslunni verður nafn hússins afhjúpað. 

Af því tilefni verður húsið opnað almenningi sumardaginn fyrsta, 20. apríl. Þá geta gestir skoðað húsið áður en flutt er inn í það og starfsemi hefst.

Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Árnastofnun og Háskóli Íslands efndu til nafnasamkeppni meðal almennings. Eins og komið hefur fram bárust yfir þrjú þúsund tillögur í keppnina. 

Húsnæðið mun hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands og verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum: tungu, bókmenntum og sögu. Þar verða jafnframt varðveitt frumgögn um íslenska menningu, þ.e. handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn.

Í byggingunni eru ýmis sérhönnuð rými, svo sem fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á fornum íslenskum skinnhandritum, vinnustofur kennara og fræðimanna, lesaðstaða fyrir nemendur, fyrirlestra- og kennslusalir og bókasafn með lesaðstöðu.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum