Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2023 Heilbrigðisráðuneytið

Íslensku lýðheilsuverðlaunin afhent í fyrsta sinn

Frá afhendingu íslensku lýðheilsuverðlaunanna 2023 á Bessastöðum - myndMynd: Forseti.is

Forseti Íslands afhenti íslensku lýðheilsuverðlaunin í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðasta vetrardag. Verðlaun voru veitt í tveimur flokkum fyrir mikilsvert framlag til eflingar lýðheilsu á Íslandi. Íslensku lýðheilsuverðlaunin eru samvinnuverkefni embættis forseta Íslands, heilbrigðisráðuneytisins, embættis landlæknis, Geðhjálpar og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.

Í febrúar var kallað eftir tillögum frá almenningi að verðugum verðlaunahöfum. Hátt í 350 ábendingar bárust úr ýmsum áttum og var valnefnd falið að fjalla um tillögurnar, tilnefna þrjá í hvorum flokki og velja loks einn einstakling og eina starfsheild sem sæmd voru þessum verðlaunum.

Snorri Már Snorrason hlaut verðlaunin í einstaklingsflokki en í flokki starfsheilda varð Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands fyrir valinu.

Upplýsingar um íslensku lýðheilsuverðlaunin 2023 og myndir frá verðlaunaafhendingunni eru á vef embættis forseta Íslands.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum