Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Seinni úthlutun Tónlistarsjóðs 2023 - Auglýst eftir umsóknum

Rannís auglýsir eftir umsóknum vegna seinni úthlutunar Tónlistarsjóðs árið 2023. Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.  Umsóknarfrestur er til 9. maí 2023 kl. 15.00.

Veittir eru styrkir til almennrar tónlistarstarfsemi og til kynningar og markaðsetningar á tónlist og tónlistarfólki. Styrkir úr Tónlistarsjóði skulu veittir til ákveðinna verkefna og að jafnaði ekki lengur en til eins árs í senn. Að jafnaði er hvorki gert ráð fyrir styrkveitingum til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana, sem hljóta regluleg rekstrarframlög, né til verkefna eða viðburða sem þegar hafa átt sér stað.

Hafi umsækjandi þegið styrk úr Tónlistarsjóði þarf að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd fyrra verkefnis til að ný umsókn komi til greina, það sama á við um verk í vinnslu þá skal umsækjandi skila inn greinargerð um stöðu verksins.

Hlutverk Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, Rannís, er að sjá um umsýslu Tónlistarsjóðs fyrir hönd menningar- og viðskiptaráðuneytis. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á: rannis.is. Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Umsóknarfrestur er til 9. maí 2023 kl. 15.00.

Gert er ráð fyrir að síðar á þessu ári verði opnað fyrir umsóknir í nýjan Tónlistarsjóð fyrir árið 2024 og verður hann í umsýslu nýrrar Tónlistarmiðstöðvar samkvæmt frumvarpi til laga um tónlist.

Umsóknareyðublað.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum