Hoppa yfir valmynd
4. maí 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Bókmenntir á tímamótum: Málþing um breytt útgáfulandslag 9. maí

Menningar- og viðskiptaráðuneytið boðar til málþings um bókmenntir og útgáfu í samvinnu við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Málþingið fer fram í Þjóðminjasafni Íslands þriðjudaginn 9. maí frá kl. 14-16 og boðið verður upp á léttar veitingar á eftir.

Á málþinginu Bókmenntir á tímamótum: Áskoranir og tækifæri verða ræddar breytingar sem sem eiga sér stað um þessar mundir á íslenskum og alþjóðlegum bókamarkaði, þýðingu þeirra fyrir höfunda, útgefendur, bóksala og lesendur frá ýmsum sjónarhornum. Sem dæmi má nefna er Ísland að sumu leyti eftirbátur annarra þjóða þegar kemur að rafbókavæðingu en hér hafa verið stigin mikilvæg skref á síðustu árum til þess að styðja beint við útgáfu bóka.

Þátttakendur eru Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambands Íslands, Heiðar Ingi Svansson formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, Jakob Søndergaard forstjóri danska forlagsins Gutkind, Lísa Björk Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, Snæbjörn Arngrímsson rithöfundur og fyrrum útgefandi og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Fundarstjóri verður Sigríður Hagalín Björnsdóttir rithöfundur og fréttamaður.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum