Hoppa yfir valmynd
17. maí 2023 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundaði með forsætisráðherrum Írlands og Lúxemborgar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar. - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fundi með forsætisráðherrum Írlands og Lúxemborgar að loknum leiðtogafundi Evrópuráðsins í dag. Leiðtogafundurinn og niðurstöður hans voru m.a. ræddar á fundunum.

Samstarf og samskipti Íslands og Írlands voru þar að auki til umræðu á fundi forsætisráðherra og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. Á fundinum skrifuðu forsætisráðherrarnir undir sameiginlega yfirlýsingu um að efla samstarf ríkjanna og er þar m.a. horft til málefna hafsins, háskólasamstarfs, grænna orkulausna og samstarfs á alþjóðavettvangi.

Á fundi forsætisráðherra og Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, var rætt um samskipti ríkjanna og möguleika á auknu samstarfi á sviðum sjálfbærrar orkunýtingar, háskóla og rannsókna og skapandi greina.

Loks átti forsætisráðherra fund með Lindu Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sem var fulltrúi Bandaríkjanna á leiðtogafundinum. Þær ræddu niðurstöður leiðtogafundarins og mikilvægi hans. Þar ræddu þær einnig samskipti Íslands og Bandaríkjanna, sérstaklega á sviði mannréttinda.

  • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. - mynd
  • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum