Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2023 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra heimsækir Landhelgisgæsluna

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra heimsótti nýlega Landhelgisgæsluna. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti dómsmálaráðherra, og samstarfsfólki í nýju flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.

Dómsmálaráðherra kynnti sér fjölbreytta starfsemi Landhelgisgæslunnar og helstu verkefni stofnunarinnar.

Í nýja flugskýlinu var þyrlukostur Landhelgisgæslunnar skoðaður. Einnig heilsaði Guðrún upp á áhöfnina á TF-SIF sem var að undirbúa eftirlitsflug um hafsvæðið umhverfis landið.

 

Á myndinni eru:

Guðríður Kristjánsdóttir yfirlögfræðingur LHG, Ragna Bjarnadóttir skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, Höskuldur Ólafsson tæknistjóri, Hinrika Sandra Ingimundardóttir sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, Auðunn F. Kristinsson framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs , Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri, Hreinn Loftsson aðstoðarmaður ráðherra, Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri, Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi LHG og Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum