Styrkir til verkefna til stuðnings við þolendur og gerendur ofbeldis
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem miða að því að tryggja þolendum og gerendum ofbeldis aðgengi að stuðningi og ráðgjöf. Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins.
Styrkir eru veittir til verkefna sem miða að því að tryggja þolendum og gerendum ofbeldis um land allt aðgengi að stuðningi og ráðgjöf. Styrkir geta að hámarki numið 75% af áætluðum heildarkostnaði verkefnis. Til úthlutunar eru 35 milljónir króna.
Sækja skal um á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 31. október 2024 kl. 13:00.
Reglur með nánari upplýsingum um úthlutun styrkjanna má finna á vefnum: Reglur um úthlutun styrkja til aðgerða gegn ofbeldi.
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected].