Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2018

Löglærður fulltrúi


SÝSLUMAÐURINN Á SUÐURNESJUM

auglýsir lausa til umsóknar stöðu löglærðs fulltrúa við embættið. Um er að ræða fullt starf. Starfsstöð verður í Keflavík. 

Um er að ræða áhugavert og krefjandi starf, sem felur í sér úrlausn lögfræðilegra verkefna einkum á sviði þinglýsinga og sifjamála auk annarra tilfallandi verkefna. 

Menntunar- og hæfniskröfur:
Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Lipurð í mannlegum samskiptum.
Gott vald á íslensku og ensku.
Góð tölvukunnátta. 
Þekking og reynsla af ofangreindum málaflokkum er kostur.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst og eigi síðar en 7. janúar 2019.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil ásamt prófskírteinum skal senda á netfangið [email protected] eða til Sýslumannsins á Suðurnesjum, Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík.

Upplýsingar um starfið veitir Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður í síma 458 2200 eða á netfangi [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 3. desember 2018.

Jafnt karlar sem konur eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði.

Keflavík, 15. nóvember 2018
Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum