Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2018

Ráðgjafi

Ráðgjafi

Laust er til umsóknar 100% starf ráðgjafa hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu (ÞÞM). 
Ráðgjafinn mun starfa á fagsviði tölvu- og tækniráðgjafar auk þess að sinna umferli og  punktaleturkennslu.
Helstu verkefni ÞÞM er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu,  til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku. 

Meðal helstu verkefna  ráðgjafans:
Halda námskeið í punktaletri, kenna umferli og kenna á hugbúnað fyrir blinda og sjónskerta
Annast uppsetningu tölvutengdra hjálpartækja fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga.
Aðstoða við uppsetningu og kennslu á öðrum tækjum og búnaði sem ÞÞM úthlutar. 
Þátttaka í rannsóknarvinnu og þróun nýjunga á ofangreindu sviði ásamt umbótaverkefnum.

Hæfniskröfur: 
Menntun og reynsla þegar kemur að málefnum blindra og sjónskerta. 
Reynsla og þekking  á sviði tölvu- og tæknimála er nauðsynleg.
Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum.
Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, sveigjanleiki og frumkvæði í starfi.
Góð kunnátta í íslensku og ensku svo og kunnátta í einu Norðurlandamáli. 
Kunnátta í punktaletri er æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.

Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2018.

Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið [email protected]
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðstöfun starfsins liggur fyrir.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Nánari upplýsingar veitir Margrét María Sigurðardóttir í síma 545 5800. 


Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum