Hoppa yfir valmynd
6. júní 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skýrari hagtölur um menntamál

Ákveðin hugtakanotkun tengd menntamálum á Íslandi hefur verið nokkuð á reiki en unnið er að því að samræma hana, ekki síst til þess að varpa skýrara ljósi á þróun málaflokksins og styðja við árangursmælingar. Liður í því er að mennta- og menningarmálaráðuneytið og Hagstofa Íslands hafa nú sammælst um hugtakanotkun sína um brotthvarf þar sem mismunandi mælingar fá nú lýsandi heiti. Með þessu verður unnt að aðgreina mælingar á einfaldan hátt sem stuðlar að markvissari umræðu um brotthvarf.

Þrír helstu flokkar brotthvarfs sem notaðir eru við mælingar:

Heiti

Skilgreining

Árgangsbrotthvarf

 

 

 

 

Á ensku: cohort rate.

Mælir námsframvindu innritunarárgangs eftir ákveðið tímabil t.d. 4, 6 og 7 ár eftir fyrstu innritun í framhaldsskóla. Það er hversu stór hluti hefur horfið frá námi (er ekki í námi og ekki útskrifaðir), er enn í námi og útskrifaðir. Til útskrifaðra teljast þeir sem hafa verið brautskráðir úr námi á framhaldsskólastigi sem er a.m.k. 2 ár að lengd (ISCED 3).

Birt af OECD/Hagstofu Íslands

Snemmbært brotthvarf

 

Á ensku: status rate, early school leavers, early leavers from education and training.

Hlutfall mannfjöldans á aldrinum 18-24 ára sem hefur ekki lokið prófi á framhaldsskólastigi sem er a.m.k. 2 ár að lengd (er með grunnmenntun eða lægri menntun, ISCED 0, 1, eða 2) og er ekki skráð í nám eða starfsþjálfun (e. education or training).

Birt af Eurostat/Eurydice

Árlegt brotthvarf úr framhaldsskóla

Á ensku: event rate, annual rate, incidence rate.

Brotthvarf úr framhaldsskóla á skólaári: Fjöldi nemenda í aðalskóla sem hættir í þeim skóla án þess að útskrifast og fór ekki í annan skóla / Heildarfjöldi nemenda í aðalskóla 5 vikum eftir skólabyrjun.

Ný mæling


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum