Hoppa yfir valmynd
24. ágúst 2020 Dómsmálaráðuneytið

Skráning námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá

Þjóðskrár Íslands hefur birt eftirfarandi frétt á heimasíðu sinni er snýr að umsóknum námsmanna á Norðurlöndum um að komast á kjörskrá:

Vegna sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem fram fara þann 19. september nk. og utankjörfundaratkvæðagreiðslna sem hefjast 25. júlí nk. geta þeir námsmenn sem áttu síðast skráð lögheimili á Íslandi í umræddum sveitarfélögum sótt um að vera teknir á kjörskrá. Athugið að umsóknin gildir eingöngu fyrir þessar einu kosningar.

Tilkynninguna skal senda rafrænt á eyðublaðinu K-101 sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.skra.is.

Tilskilið er að framvísa staðfestingu á námsvist. Gert er ráð fyrir því að makar og skyldulið námsmanna tilkynni sig á sama hátt með tilvísun í viðkomandi námsmann. 

Nánari upplýsingar í síma 515-5300 eða með tölvupósti á [email protected].

https://www.skra.is/um-okkur/frettir/frett/2020/07/15/Skraning-namsmanna-a-Nordurlondum-a-kjorskra-/

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum