Hoppa yfir valmynd
14. mars 2019

Verkefnisstjóri - gæðakerfi

Háskóli Íslands leitar eftir öflugum liðsmanni vegna umbóta á gæðakerfi skólans

Fyrir dyrum stendur átak í uppbyggingu gæðakerfis Háskóla Íslands. Gæðakerfinu er ætlað að auka gæði háskólastarfsins og tryggja að starfsemi skólans standist alþjóðleg viðmið og gæðakröfur, og styðja við gæðamenningu innan Háskólans. Gæðakerfið skal endurspegla starfsemi Háskólans og ábyrgðarskiptingu, sjá til þess að verklag sé skráð og rýnt reglulega, meta hvort unnið sé í samræmi við skráð verklag, hvetja til stöðugra umbóta og fylgja þeim eftir.

Verkefnisstjóri mun starfa á skrifstofu rektors, vinna undir stjórn gæðastjóra og starfa náið með aðstoðarrektorum, starfsfólki miðlægra stjórnsýslueininga og viðkomandi starfsfólki á fræðasviðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
>>Mótun og innleiðing gæðastjórnunar við Háskóla Íslands
>>Greining og stjórnun verkefna á sviði gæðastjórnunar innan skólans
>>Tillögur um endurbætur og innleiðing umbótaverkefna tengd gæðakerfinu
>>Stuðningur við stjórnendur við innleiðingu breytinga á gæðakerfinu

Hæfnikröfur
>>Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d í verkfræði eða skyldum greinum
>>Reynsla og þekking á uppbyggingu og rekstri gæðakerfa 
>>Reynsla á sviði verkefnisstjórnunar 
>>Reynsla við notkun á ISO 9001 æskileg 
>>Reynsla af ferlagreiningum er æskileg
>>Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
>>Skipulagshæfni og frumkvæði í starfi 
>>Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
>>Þekking á innra starfi háskóla er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Ásamt ferilskrá eru umsækjendur beðnir um að senda inn kynningarbréf með lista yfir mögulega umsagnaraðila. Í kynningarbréfinu skal gera grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. 

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Um fullt starf er að ræða. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Háskóli Íslands er alþjóðlegur rannsóknaháskóli og stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun landsins. Um 1.500 starfsmenn eru í föstu starfi við skólann og til viðbótar eru um 2.200 lausráðnir starfsmenn. Nemendur við skólann eru um 13.000 talsins. Háskóli Íslands býður fjölbreytt nám á öllum stigum og er eini háskóli landsins sem býður grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræðasviðum. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Áslaug Helgadóttir - [email protected] - 5254217
Steinunn Gestsdóttir - [email protected] - 5254047

Háskóli Íslands
Rektorsskrifstofa
v/Suðurgötu
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum