Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2007 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðherra Færeyja heimsækir íslenskan starfsbróður

Bjarni Djurholm samgönguráðherra Færeyja, sem staddur er á Íslandi, heimsótti í dag Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra. Áttu þeir fund í samgönguráðuneytinu ásamt nokkrum samstarfsmönnum sínum.

Samgönguráðherra Færeyja hjá íslenskum starfsbróður.
Samgönguráðherra Færeyja hjá íslenskum starfsbróður.

Á fundi ráðherranna greindu Færeyingar frá undirbúningi lagningar nýs sæstrengs milli Færeyja og Skotlands sem ráðgert er að taka í gagnið seint á þessu ári. Einnig ræddu þeir ýmis málefni er tengjast samstarfi og sameiginlegum málefnum landanna á sviði samgöngu-, ferða- og fjarskiptamála en nýlega undirrituðu ráðherrarnir ásamt Grænlendingnum Siverth Heilmann nýjan samstarfssamning landanna á sviði ferðamála.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum