Hoppa yfir valmynd
29. júní 2012 Dómsmálaráðuneytið

Viðamiklar breytingar á lögum um bótagreiðslur ríkissjóðs til að bæta stöðu þolenda kynferðisbrota

Með lögum nr. 54/2012 voru gerðar viðamiklar breytingar á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota nr. 69/1995 einkum í því skyni að bæta stöðu þolenda kynferðisbrota. Oft er sá sem veldur tjóni ekki fær um að greiða tjónþola bætur vegna þess tjóns sem hann hefur valdið, eða hann hefur ekki hug á því. Tjónþolinn á þá lögvarða kröfu á hendur ríkissjóði til greiðslu bótanna þegar skilyrði til greiðslu þeirra samkvæmt lögunum eru að öðru leyti uppfyllt og er tjónþoli þá jafnan krafinn um endurgreiðslu þessarar fjárhæðar.

Með lögum nr. 54/2012 voru gerðar viðamiklar breytingar á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota nr. 69/1995 einkum í því skyni að bæta stöðu þolenda kynferðisbrota. Oft er sá sem veldur tjóni ekki fær um að greiða tjónþola bætur vegna þess tjóns sem hann hefur valdið, eða hann hefur ekki hug á því. Tjónþolinn á þá lögvarða kröfu á hendur ríkissjóði til greiðslu bótanna þegar skilyrði til greiðslu þeirra samkvæmt lögunum eru að öðru leyti uppfyllt og er tjónþoli þá jafnan krafinn um endurgreiðslu þessarar fjárhæðar.

Í samráði um meðferð nauðgunarmála hafði verið vakin athygli á því að greiðsla ríkissjóðs á dæmdum miskabótum, sem ætti venjulega við í kynferðisbrotamálum, væri aðeins að hámarki 600 þúsund krónur og hefði verið svo frá árinu 1995. Með breytingu á lögunum voru hámarksbætur fyrir miska hækkaðar í 3 milljónir króna auk þess sem veitt var heimild fyrir því að bótanefnd mætti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fela innheimtuaðila að annast innheimtu á bótum umfram þeirrar fjárhæðar sem fellur utan greiðslu ríkissjóðs fyrir hönd tjónþola. Þá var í greinargerð kveðið á um að ekki hafi svo kunnugt væri verið farið fram á bætur fyrir varanlegar andlegar afleiðingar kynferðisbrota þótt ætla mætti að slíkt tjón væri í mörgum tilvikum verulegt. Það væri þó ekkert því til fyrirstöðu að þolandi kynferðisbrots geti krafist bóta vegna varanlegra afleiðinga brotsins, enda telst andlegt tjón til varanlegs miska sem og varanlegrar örorku.

Með breytingu á lögunum voru jafnframt hámarksbætur fyrir líkamstjón, þ.m.t. fyrir varanlegar afleiðingar fyrir andlega og líkamlega heilsu tjónþola, hækkaðar í 5 milljónir kr., takmark sett greiðslu bóta vegna varanlegs líkamstjóns og hámark sett á greiðslu útfararkostnaðar. Þær breytingar voru einnig gerðar að ef ríkissjóður á endurkröfu á hendur tjónþola á grundvelli laganna skal hún nú dregin frá ákvarðaðri fjárhæð bóta til hans. Bótanefnd er þó heimilt að veita undanþágu frá þessu ef veigamikil rök mæla með því.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum