Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2018

Lögreglumenn

Lögreglumenn - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
 
Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar 6 stöður lögreglumanna með starfsstöð í almennri deild. Skipað verður í stöðurnar til 5 ára frá og með 1. febrúar 2019.

Lögreglustjóraembættið á Suðurnesjum er annað stærsta lögregluembætti landsins. Starfssvæðið er allt Reykjanesið. 
Verkefni embættisins eru afar fjölbreytt og krefjandi. Í umdæminu er langstærsti alþjóðaflugvöllur landsins sem leiðir af sér að lögreglumenn á Suðurnesjum fást við margs konar krefjandi verkefni. Það reynir á margs konar hæfni og menn öðlast reynslu sem erfitt er að fá annars staðar innan lögreglunnar. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Kveðið er á um réttindi og skyldur lögreglumanna í lögum réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Almennar upplýsingar um verksvið og ábyrgð lögreglumanns má finna í 11. gr. reglugerðar um starfstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006. 

Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og tryggja réttaröryggi; stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota; greiða götu borgaranna og veita yfirvöldum aðstoð við framkvæmd starfa sinna og að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu.

Hæfnikröfur
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar. Góðir hæfileikar til mannlegra samskipta, jákvæðni, skipulagshæfileikar, frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjandi þarf að standast bakgrunnskoðun flugverndar með jákvæðri umsögn.

Lögreglustjóri mun nýta sér heimild lögreglulaga um að ráða starfsmenn sem hafa ekki lokið prófi frá lögregluskóla ríkisins að því gefnu að ekki fáist tiltækur fjöldi lögreglumanna í laus störf.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.
Starfið er vaktavinna og unnið eftir 5-5-4 kerfi á 12 tíma vöktum.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið með því að smella á hlekkinn hér að neðan og láta ferilskrá fylgja með sem viðhengi. Einungis er tekið við umsóknum með þessum hætti.

Athygli umsækjenda er vakin á heimild til að skoða sakaferil umsækjenda um starf í lögreglu en í 28. gr. a. Lögreglulaga nr. 90/1996 segir: "Engan má skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu".

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir
 
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.12.2018

Nánari upplýsingar veitir
Bjarney Sólveig Annelsdóttir - [email protected] - 4442200
Gunnar Ólafur Schram - [email protected] - 4442200

LTSN Lögr. Almenn deild
Hringbraut 130
230 Keflavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum