Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2019

Rannsóknamaður í fiskalíffræði

 
Rannsóknamaður í fiskalíffræði

Háskólinn á Hólum auglýsir eftir að ráða rannsóknamann til starfa til þriggja ára við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild. Fiskeldis- og fiskalíffræðideild háskólans leggur áherslu á rannsóknir í fiskeldi með sérstöku tilliti til umhverfisvænna og arðbærra lausna í greininni, t.d. hvað varðar fóðurfræði, eldisumhverfi, endurnýtingu og kynbætur. Við deildina starfa 12 starfsmenn og auk þeirra á annan tug nemenda í meistara- og doktorsnámi. 
Nýlega fékk skólinn öndvegisstyrk frá Rannís til þess að rannsaka samspil vistfræðilegra, þróunarfræðilegra og þroskunarfræðilegra þátta við mótun líffræðilegs fjölbreytileika í Mývatni. Svipfars- og erfðabreytileiki hornsíla vatnsis er metinn og hvernig hann mótar samfélagsgerð. Rannsóknarmaðurinn mun taka þátt í öflun og úrvinnslu sýna og kemur til með að starfa með stórum hópi nemenda og rannsóknamanna.

Í starfinu felst:
Rannsóknir í aðstöðu Háskólans á Hólum í Verinu á Sauðárkróki
Þátttaka í sýnatöku hornsíla á Mývatni
Sýnataka smádýra og úrvinnsla
Skráning gagna
Önnur störf á rannsóknarstofu

Menntunar- og hæfnikröfur:
B.S. gráða í líffræði og áhugi á líffræði ferskvatns 
Reynsla af sýnatöku í íslenskri náttúru
Reynsla af greiningu smádýra
Góð enskukunnátta
Ökuréttindi 

Um 100% stöðu er að ræða. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. 

Umsóknarfrestur um stöðuna er til 4. mars 2019 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Kristófer Kristjánsson í síma 455 6386. 

Umsóknir skulu berast á netfangið [email protected] merkt „rannsóknamaður“. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum, ferilskrá og annað sem að umsækjandi telur að skipti máli við ákvörðun um ráðningu.

Við hvetjum jafnt karla og konur til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum