Hoppa yfir valmynd
25. mars 1999 Dómsmálaráðuneytið

Auglýsing, nr. 153 4. mars 1999, um almennar kosningar til Alþingis

AUGLÝSING
nr. 153 4. mars 1999 um almennar kosningar til Alþingis.


Með vísun til ákvæðis til bráðabirgða í stjórnskipunarlögum, nr. 100 28. júní 1995, um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, sbr. og 57. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 80 16. október 1987, sbr. lög nr. 9 27. febrúar 1995, er hér með ákveðið að almennar reglulegar kosningar til Alþingis skuli fara fram 8. maí 1999.
Þetta birtist hér með til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 4. mars 1999.

Þorsteinn Pálsson.

________________
Björn Friðfinnsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum