Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2019

Yfirlandvörður í Skaftafelli

Yfirlandvörður í Skaftafelli

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf yfirlandvarðar í Skaftafelli. Staðan er heilsársstaða, með aðsetur í Skaftafelli. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið er krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt og felur m.a. í sér: 
- Daglega verkstjórn og utanumhald um vinnu landvarða, þjónustufulltrúa og verkamanna í samvinnu við aðstoðarmann þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli. 
- Gerð vaktaáætlana og vaktlýsinga. 
- Miðlun upplýsinga og fræðslu til gesta og starfsmanna. 
- Eftirlit, m.a. á göngustígum og náttúru svæðis. 
- Samstarf, eftir því sem við á, við stofnanir, skóla, ferðaþjónustuaðila, félagasamtök, atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila í samstarfi við næsta yfirmann. 
- Önnur tilfallandi verkefni. 
- Yfirlandvörður vinnur einnig almennar vaktir þegar þörf krefur. 

Hæfnikröfur
- Landvarðaréttindi og/eða víðtæk reynsla af landvörslu. 
- Reynsla af verkstjórn og starfsmannahaldi. 
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi. 
- Áhugi og þekking á náttúruvernd og umhverfismálum. 
- Þekking á starfsemi þjóðgarða og annarra verndarsvæða. 
- Góð staðþekking á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. 
- Góð íslensku- og enskukunnátta; fleiri tungumál kostur. 
- Gild skyndihjálpar- og ökuréttindi, aukin ökuréttindi kostur. 
- Samskiptahæfni, skipulagsfærni og þjónustulund. 
- Sjálfstæði og frumkvæði í störfum. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 09.12.2019

Nánari upplýsingar veitir
Helga Árnadóttir - [email protected] - 5758400


Vatnajökulsþjóðgarður
Landverðir Skaftafell
Skaftafellsstofa Skaftafelli
785 Öræfi


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum