Hoppa yfir valmynd
5. desember 2019

Embætti ríkissáttasemjara

Embætti ríkissáttasemjara 

Embætti ríkissáttasemjara sem starfar á grundvelli laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með síðari breytingum, er laust til umsóknar. Skipað er í embættið til fimm ára, frá 1. janúar 2020. Skrifstofa embættisins er í Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ríkissáttasemjari annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar. Skal þess því gætt að afstaða hans sé slík að telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Enn fremur er lögð áhersla á forystuhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.

Ráðuneytið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um embættið.
 
Frekari upplýsingar um starfið
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast félagsmálaráðuneytinu, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík eða á starfatorg.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin. Um laun fer samkvæmt 7. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. 

Umsóknir um embætti ríkissáttasemjara verða metnar af sérstakri ráðgefandi hæfnisnefnd sem félags- og barnamálaráðherra skipar.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 20.12.2019

Nánari upplýsingar veitir
Gissur Pétursson - [email protected] - 545-8100


Félagsmálaráðuneyti, aðalskrifstofa
Skrifstofa ráðuneytisstjóra
Skógarhlíð 6
105 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum