Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2019

Sérfræðingur

Staða sérfræðings hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu

Staða sérfræðings hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er laus til umsóknar. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni eru útreikningur framlaga Jöfnunarsjóðs, greining, upplýsingaöflun og framsetning tölfræðiupplýsinga, uppsetning mælaborða og skýrslna í Power BI, kostnaðargreining og gerð reiknilíkana og umsjón þeirra.

Hæfnikröfur
Háskólamenntun á sviði viðskipta, hagfræði eða sambærileg menntun.
Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
Góð þekking á málefnum sveitarfélaga æskileg.
Reynsla af meðhöndlun gagna í Power BI eða öðrum viðskiptagreindarhugbúnaði. 
Góð reynsla af vinnu með fjárhagsupplýsingar.
Mjög góð kunnátta í Excel bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga og gerð líkana.
Góð íslenskukunnátta og hæfni í framsetningu upplýsinga.
Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt, sem og í hóp.
Þjónustulund, jákvæðni og góð hæfni í samskiptum.
Drifkraftur, metnaður og skipulagshæfileikar.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um auglýst starf. Umsóknum skal skila rafrænt á starfatorg.is. Ef umsækjendur hafa ekki tök á að sækja um rafrænt má senda umsókn til ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík. Athygli er vakin á því að umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.02.2019

Nánari upplýsingar veitir
Guðný Elísabet Ingadóttir - [email protected] - 545-8200

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 
Sölvhólsgata 7
150 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum