Hoppa yfir valmynd
16. maí 2019

Sálfræðingar / félagsráðgjafar í störf þerapista í MST



Sálfræðingar / félagsráðgjafar í störf þerapista í MST

Umsóknarfrestur framlengudur til og með 15. júní nk.

MST er meðferð fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar-, tilfinninga- og vímuefnavanda. Meðferðin fer fram á heimili og í nærumhverfi fjölskyldunnar í samstarfi við starfsfólk barnaverndarnefnda, skóla, heilbrigðisstofnana og aðra sérfræðinga. MST miðar að því að draga úr vandanum með því að efla bjargráð foreldra og bæta samheldni og samskipti í fjölskyldu. Aðgengi er að meðferðaraðilum (þerapistum) í síma allan sólarhringinn. Sjá nánar: www.mstservices.com.

Vegna mikillar eftirspurnar eftir MST meðferð stendur til að bæta við þriðja meðferðarteyminu og eru því tvö stöðugildi þerapista laus til umsóknar.

MST þerapisti sinnir meðferð fjölskyldna og barna í nærumhverfi undir stjórn teymisstjóra í samvinnu við lykilaðila. Þerapisti gerir vikulegar skráningar á meðferðarvinnu og meðferðaráætlun fyrir faghandleiðslu teymis og lokaskýrslu fyrir tilvísunaraðila. Tekur þátt í klínískri starfsþróun með teymisstjóra og erlendum MST sérfræðingi. Þerapisti heldur meðferðarfundi og er aðgengilegur forsjáraðilum barns í síma innan umsamins sveigjanlegs vinnutíma. Er á tilteknum tímum aðgengilegur þeim fjölskyldum sem teymið sinnir í síma allan sólarhringinn sjö daga vikunnar.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Krafa um meistarapróf og löggildingu sem sálfræðingur eða starfsréttindi sem félagsráðgjafi.
Krafa um þekkingu og færni í hugrænni atferlismeðferð, fjölskyldumeðferð, atferlismótun og félagsnámskenningum.
Krafa um þekkingu og áhuga á gagnreyndum aðferðum í þjónustu við börn og fjölskyldur.
Krafa um þekkingu á sviði frávika í hegðun og þroska barna og unglinga, matsaðferðum og greiningarhugtökum.
Sérmenntun í meðferðarvinnu sem nýtist í starfi er æskileg.
Krafa um góða íslenskukunnáttu í rituðu og töluðu máli.
Krafa um góða enskukunnáttu í rituðu og töluðu máli og æskileg kunnátta í einu Norðurlandamáli.

Persónulegir eiginleikar:
Mikilvægt er að búa yfir hæfni til að vinna skipulega, markmiðatengt og lausnamiðað.
Lögð er áhersla á sjálfstæði í vinnubrögðum. Einnig er metinn áhugi og forsendur umsækjenda til þess að tileinka sér aðferðir MST.
Mikilvægt að búa yfir góðri samstarfshæfni, sveigjanleika og jákvæðu viðhorfi til skjólstæðinga og samstarfsaðila. 

Annað:
Tekur þátt í 5 daga MST grunnþjálfun í byrjun og reglulegri þjálfun eftir það.
Meðferðarvinnan fer fram á heimili fjölskyldunnar og í nærsamfélagi í samstarfi við skóla og aðra lykilaðila. Handleiðarar og þerapistar hafa starfsaðstöðu í sérstöku húsnæði teymisins að Suðurlandsbraut 20, 105 Reykjavík.
Þerapistar þurfa að hafa ökuréttindi og fá til umráða bifreið, farsíma og fartölvu.

Um full störf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Barnaverndarstofu við ráðningar á stofuna. 

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur, mannauðsstjóra Barnaverndarstofu, í síma 530 2600 eða [email protected]. Umsóknir skulu berast til Barnaverndarstofu, Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða á netfangið [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum