Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2004 Dómsmálaráðuneytið

Upplýsingar varðandi umsókn um happdrætti

Samkvæmt lögum um happdrætti nr. 38/2005, er óheimilt að halda happdrætti, hverrar tegundar sem er, nema með leyfi sýslumannsins á Hvolsvelli.

Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. reglugerðar um leyfisskyld happdrætti, nr. 530/2006, veita sýslumenn leyfi fyrir minni háttar staðbundnum happdrættum, skv. 3. mgr. 3. gr. laga um happdrætti nr. 38/2005, enda fari heildarverðmæti útgefinna miða ekki fram úr 2 milljónum króna. Um leyfisbréf fer samkvæmt 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar.

Peningahappdrætti, eða önnur sambærileg spil, má ekki setja á stofn án lagaheimildar.

Í umsókn um happdrættisleyfi þarf að koma fram:

  1. Hver heldur happdrættið og í hvaða tilgangi – hvað það á að styrkja.
  2. Fjöldi happdrættismiða.
  3. Miðaverð.
  4. Hvenær á að draga.
  5. Allir vinningar í réttri röð, verðmæti hvers vinnings og heildarverðmæti vinninga. (Samanlagt verðmæti vinninga verður að vera að lágmarki 16.67% af verðmæti útgefinna miða).
  6. Ábyrgðarmaður umsóknar auk heimilisfangs, símanúmers og netfangs (ef við á).
  7. Senda skal sýslumanni reikningsyfirlit áður en 6 mánuðir eru liðnir frá því happdrættinu lauk.

Á happdrættismiðum þarf að koma fram, auk þess er greinir í liðum 1 – 5, símanúmer sem unnt er að hringja í til að fá upplýsingar um vinninga. Unnt þarf að vera að nálgast þær upplýsingar í eitt ár frá útdrætti.

Happdrættisleyfi kostar 8.300 kr. og þarf að greiðast fyrirfram.

Aðeins er hægt að fá frest einu sinni til að draga í happdrætti. Skila þarf skriflega til sýslumanns umsókn um leyfi til að fresta útdrætti. Sýslumaður veitir slíkt leyfi með bréfi.

Refsiákvæði:

Samkvæmt 11. gr. laga um happdrætti varðar það sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum, ef maður

  1. af ásetningi eða stórfelldu gáleysi rekur happdrættis- eða veðmálastarfsemi hér á landi án þess að hafa til þess happdrættisleyfi samkvæmt lögum þessum,
  2. af ásetningi eða stórfelldu gáleysi auglýsir, kynnir eða miðlar hvers konar upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir samkvæmt lögum þessum eða uppfyllir ekki skilyrði laganna óháð því hvort starfsemi þess er rekin hérlendis eða erlendis.

Nú er brotastarfsemi sem fellur undir 1. mgr. umfangsmikil eða ítrekuð og getur hún þá varðað fangelsi allt að einu ári.

Það varðar sektum ef maður af ásetningi eða stórfelldu gáleysi

  1. í atvinnuskyni og án heimildar happdrættisleyfishafa auglýsir, kynnir, miðlar eða stuðlar að þátttöku í happdrætti sem rekið er samkvæmt lögum þessum,
  2. falbýður án heimildar happdrættisleyfishafa hvers konar happdrættisgögn.

Ef brot er framið í starfsemi lögaðila má gera lögaðilanum fésekt skv. II. kafla A almennra hegningarlaga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum