Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2020

Læknaritari

Læknaritari 


Við leitum eftir læknaritara til fjölbreyttra og sérhæfðra skrifstofustarfa á kvenna - og barnaþjónustu. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni. Á kvenna- og barnaþjónustu ríkir góður starfsandi þar sem starfsemin einkennist af þverfaglegri teymisvinnu og er læknaritari þjónustunnar mikilvægur hluti teymisvinnunnar. Starfshlutfall er 80 -100% og veitist starfið frá 15.08.2020 eða eftir nánara samkomulagi.


Helstu verkefni og ábyrgð
» Umsjón og frágangur sjúkragagna (sjúkraskráa og læknabréfa) og almenn skrifstofustörf
» Ýmis verkefni fyrir sérfræðinga og fagfólk sérgreinarinnar
» Aðstoð við skipulagningu kennslu og vísindastarfa á vegum sérgreinarinnar
» Þátttakandi í þróun upplýsingatækni við ritun í rafræna sjúkraskrá sviðsins
» Vinna að verkefnum tengdum klínískri skráningu
» Þátttaka i teymisvinnu


Hæfnikröfur
» Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
» Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
» Gott vald á íslensku og ensku
» Góð tölvuþekking og færni í helstu tölvuforritum 
» Starfsleyfi sem læknaritari (heilbrigðisgagnafræðingur) og víðtæk starfsreynsla æskileg 


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert. 
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
 
Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 13.07.2020


Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg M. Steinþórsdóttir - [email protected] - 543 3026


Landspítali
Læknaritarar kven- og barnalækninga
Hringbraut
101 Reykjavík



Smellið hér til að sækja um starf

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum