Hoppa yfir valmynd
23. júní 2020

Hagfræðingur eða viðskiptafræðingur óskast á skrifstofu stefnumála

Hagfræðingur eða viðskiptafræðingur óskast á skrifstofu stefnumála


Forsætisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf hagfræðings eða viðskiptafræðings til að sinna fjölbreyttum, sérhæfðum og krefjandi verkefnum á skrifstofu stefnumála. Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna innan Stjórnarráðsins nr. 119/2018 fer forsætisráðuneytið meðal annars með forystu og samhæfingu innan Stjórnarráðs og þjóðhagsmál, þar á meðal hagstjórn almennt, ráðherranefndir um efnahagsmál og ríkisfjármál, gjaldmiðil Íslands og málefni Seðlabanka Íslands og Hagstofu Íslands.

Helstu verkefni skrifstofunnar 
Skrifstofa stefnumála vinnur að eftirfylgni með stefnu ríkisstjórnarinnar, stefnumótun, samhæfingu lykilverkefna sem ganga þvert á ráðuneyti, framtíðarþróun og sjálfbærni og þjóðhagsmál og hagstjórn almennt. 


Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felst í vinnu við ýmis mál er varða verksvið skrifstofunnar, meðal annars ráðgjöf til forsætisráðherra og ráðherranefnda um fjármálastefnu og peningastefnu og samskipti við Seðlabankann og Hagstofu Íslands, ráðgjöf um vinnumarkaðsmál og yfirsýn yfir þróun innlendra og erlendra efnahagsmála og áhættugreiningu í hagkerfinu. Þá mun starfið felast í samhæfingarverkefnum á milli ráðuneyta, t.d. framfylgd aðgerðaráætlunar vegna fjórðu iðnbyltingarinnar og starfsemi Vísinda- og tækniráðs. 


Hæfnikröfur
Meistarapróf í hagfræði eða viðskiptafræði 
Þekking og góð reynsla af greiningu efnahagsmála
Þekking og góð reynsla af verkefnastjórnun 
Þekking og góð reynsla af nýsköpun 
Starfsreynsla úr opinberri stjórnsýslu er kostur
Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti
Góð kunnátta í ensku
Framúrskarandi samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði
Hæfni í miðlun upplýsinga
Metnaður til að ná árangri og færni til að vinna undir álagi


Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert.
Um er að ræða fullt starf í áhugaverðu og krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á framúrskarandi samskiptahæfni, öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um. Unnt verður að sinna starfinu óháð staðsetningu.

Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið í gegnum Starfatorg. Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfnikröfur.Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið er fram að umsóknir geta gilt í 6 mánuði, sbr. reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa.


Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.07.2020


Nánari upplýsingar veitir
Benedikt Árnason - [email protected] - 665 8859



Forsætisráðuneyti, aðalskrifstofa
Skrifstofa stefnumála



Smellið hér til að sækja um starf


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum