Hoppa yfir valmynd
18. desember 2003 Dómsmálaráðuneytið

Auglýsing um breytingu á gjaldskrá um greiðslur fyrir aukaverk presta þjóðkirkjunnar nr. 668 9. september 2003.

1.        gr.

3.        gr. gjaldskrárinnar hljóði svo:

Ef prestur er sérstaklega kvaddur til að vinna aukaverk, greiðir sá ferðakostnað prestsins er beiðist verksins, samkvæmt reglum um greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna og í samræmi við þau viðmið sem fram koma í þessari grein. Ber presti að upplýsa greiðendur fyrirfram um aksturskostnaðinn. Viðkomandi kirkjugarður greiðir þó aksturskostnað vegna kistulagninga, útfara og frágangs duftkerja, sbr. lið c) og d).

a)         Akstur vegna skírnar eða hjónavígslu innan prestakalls í þéttbýli sé að hámarki 12 km.

b)         Akstur vegna skírnar eða hjónavígslu innan prestakalls í dreifbýli sé að hámarki 30 km.

c)         Akstur vegna greftrunar í þéttbýli sé 12 km. Við bætast 12 km ef kistulagning er sérstök athöfn og ennfremur ef prestur kemur að frágangi duftkers í grafreit.

d)         Aksturskostnaður vegna greftrunar í dreifbýli sé að hámarki 1/3 af kostnaði vegna þóknunar prests skv. gjaldskrá, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 9/1994.

Eigi er heimilt að innheimta aksturskostnað vegna fermingarstarfa.

 

2.        gr.

Breyting þessi sem sett er með stoð í lögum nr. 36/1931 um embættiskostnað og aukaverk presta öðlast þegar gildi og gildir til og með 30. setpember 2013.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 18. desember 2003.

 

Björn Bjarnason

 

_____________________

Hjalti Zóphóníasson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum