Hoppa yfir valmynd
10. mars 2007 Innviðaráðuneytið

Skýrslur um tvær rannsóknarnefndir

Lagðar hafa verið fram á Alþingi skýrslur Rannsóknarnefndar flugslysa og Rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir síðasta ár. Þar kemur meðal annars fram að ekkert banaslys varð í flugi á síðasta ári en fjórir fórust á sjó.

Rannsóknarnefnd flugslysa, RNF, skráði á síðasta ári 296 frávik í flugi íslenskra loftfara hérlendis og erlendis, svo og í flugi erlendra loftfara um íslenska lögsögu og um íslenska flugstjórnarsvæðið. RNF skoðaði 71 frávikanna nánar og tók til formlegrar meðferðar og rannsóknar alls 41 atvik sem skilgreind voru sem flugslys, flugumferðaratvik eða alvarleg flugatvik.

Árið 2006 lauk nefndin gerð rannsóknarskýrslu í níu málum sem ólokið var í upphafi ársins og lauk með bókun 16 öðrum málum frá árinu 2003 til 2006. Í lok ársins átti nefndin eftir einu máli frá 2003, níu málum frá 2004 og átta málum frá 2005. Var rannsókn þeirra langt komin og líklega ljúka með skýrslum eða bókunum á þessu ári.

Á síðasta ári komu 172 mál til kasta Rannsóknarnefndar sjóslysa en árið áður voru þau 168. Færri skip hafa sokkið frá 2004 en meira er um að skip strandi eða taki niðri og fleiri árkestrar hafa orðið. Málum hefur fjölgað frá árinu 2001 þegar þau voru alls 121 og er það rakið til átaks nefndarinnar í að ná til aðila og efla samstarf við lögregluyfirvöld. Tilkynnt slys til Tryggingastofnunar ríkisins á sjómönnum voru 266 í fyrra en þau voru 363 árið 2005. Í skýrslunni kemur fram að vegna breytinga á valkostum útgerða varðandi tryggingar kunni að vera að ekki hafi allar tilkynningar borist Tryggingastofnun. Þá kemur fram í skýrslunni að stærstur hluti aðila virði ekki tilkynningaskyldu til RNS eins og þeim beri en stærstur hluti mála berst RNS gegnum lögregluembætti og fjölmiðla.

Skýrsla samgönguráðherra um störf Rannsóknarnefndar flugslysa 2006.

Skýrsla samgönguráðherra um störf Rannsóknarnefndar sjóslysa 2006.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum