Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2018

Sérfræðingur fiskeldis

Sérfræðingur fiskeldis

Matvælastofnun óskar eftir að ráða háskólamenntaðan einstakling með fagþekkingu á fiskeldi í 100% starf sérfræðings með aðsetur á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Selfossi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni 
Eftirlit með búnaði og rekstri fiskeldisstöðva
Þróun eftirlitsaðferða
Þróun og uppsetning gæðaskjala
Útgáfa rekstrarleyfa
Úrlausn fyrirspurna

Hæfnikröfur
Háskólamenntun í sjávarútvegsfræði, líffræði, umhverfisverkfræði eða skyldum greinum 
Fagþekking og/eða reynsla af fiskeldi
Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
Góð almenn tölvukunnátta
Færni í mannlegum samskiptum
Nákvæmni, frumkvæði, fagleg vinnubrögð og sjálfstæði í starfi

Nánari upplýsingar um starfið
Sótt er um starfið í þjónustugátt á vef Matvælastofnunar www.mast.is og skal starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgja umsókn.

Umsóknarfrestur er til og með 3. des. n.k. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dóra S. Gunnarsdóttir forstöðumaður, [email protected] í síma 530 4800.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í 6 mánuði nema umsækjandi ákveði annað.  Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og stéttarfélags viðkomandi.  Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á  www.mast.is.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum