Hoppa yfir valmynd
8. maí 2020

Doktorsstyrkur FEINART. Íslensku- og menningardeild - menningarfræði II - Í ljósi Covid-19 hefur verið ákveðið að framlengja umsóknafrestinn til 31. ágúst

Doktorsstyrkur FEINART. Íslensku- og menningardeild - menningarfræði II


Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um starf doktorsnema við Hugvísindasvið, Íslensku- og menningardeild. Óskað er eftir umsóknum frá hæfum einstaklingum sem hafa lifandi áhuga á að vinna doktorsverkefni tengt Evrópska þjálfunarnetinu FEINART: The Future of European Independent Art Spaces in a Period of Socially Engaged Art.

Starfið felur í sér rannsókn á list og samfélagslegri þátttöku á landfræðilegum jaðarsvæðum með sérstakri  áherslu á sjálfstæða og óháða liststarfsemi  á Íslandi.

Starfið er til þriggja ára. Æskilegt er að vinna við doktorsverkefnið hefjist í febrúar 2021.


Helstu verkefni og ábyrgð
Svið rannsóknarinnar:

FEINART er metnaðarfullt og þverfræðilegt rannsóknarverkefni um samfélagslega list sem Evrópusambandið styrkir sem hluta af Horizon 2020-áætluninni (Marie Sklodowska-Curie Innovative Training Network Action).

Samfélagsleg list leitast við að ná fram breytingum á sviði samfélags og stjórnmála með samstarfi þvert á fræðasvið og samvinnu listamanna, einstaklinga, samfélaga og stofnana; áherslan er á að læra með því að taka þátt og stunda rannsóknir í hópi. FEINART er fyrsta stóra þjálfunaráætlunin sem miðast við að efla rannsóknir á möguleikum og skilyrðum starfsemi af þessum toga í Evrópu samtímans.

Umsækjendur sem valdir eru til starfa gera ráðningarsamning til þriggja ára í fullu starfi. Skv. reglum Marie Sklodowska-Curie-styrkverkefna fela launin í sér í fyrsta lagi grunnlaun að fjárhæð 3.770 evrur á mánuði (fyrir skatta og önnur gjöld); í öðru lagi staðaruppbót að fjárhæð 600 evrur á mánuði; og í þriðja lagi fjölskyldustyrk að fjárhæð 500 evrur á mánuði (eftir fjölskylduaðstæðum). Launin eru greidd í íslenskum krónum og taka mið af gengi evru í hverjum mánuði. Athugið að nákvæm mánaðarleg (nettó)fjárhæð launa er breytileg. Fyllri lýsingu á verkefninu og upplýsingar um hæfi og ráðningarferlið má finna hér (https://www.feinart.com). 


Hæfnikröfur
Menntunar- og hæfniskröfur:

· MA-próf í listasögu, heimspeki, safnvörslu, listastjórnun, félagsvísindum, listrannsóknum eða menningarfræði. MA-próf á öðrum sviðum sem tengjast rannsóknarsviðinu verða einnig tekin til greina.

· Umsækjendur mega ekki hafa dvalið lengur en 12 mánuði samtals á Íslandi sl. 3 ár áður en starfið hefst.

· Umsækjendur mega ekki hafa doktorsgráðu og ekki hafa lagt stund á rannsóknir eftir meistaragráðu í meira en 4 ár (miðað við fullt stöðugildi).

· Góð enskukunnátta (sambærileg við 7.0 í IELTS eða 100 í TOEFL).

· Góður skilningur á listum og skapandi vinnu á sviði samfélags og stjórnmála og / eða í samhengi við stjórnmálaheimspeki.

· Mikill áhugi á verkefninu í heild sinni með skuldbindingu um að vinna að framgangi þess.

· Vilji til að ferðast sækja fundi og þjálfun innan FEINART.

· Skuldbinding til að vinna í hópi og hæfni til að takast á við nýjar áskoranir.

· Skilningur á siðferðilegum kröfum sem tengjast rannsóknum í félagsvísindum og listum.

Doktorsneminn innritast í doktorsnám í menningarfræði við Háskóla Íslands. Umsækjandinn sem verður fyrir valinu sækir, í samráði við væntanlegan leiðbeinanda, um inntöku í doktorsnám í heimspeki við Háskóla Íslands áður en formleg ákvörðun um styrkveitingu er tekin. Tekið er við umsóknum utan hefðbundins umsóknartímabils doktorsnáms og umsækjandanum verður leiðbeint í gegnum ferlið.
MA-próf í listasögu, heimspeki, safnvörslu, listastjórnun, félagsvísindum, listrannsóknum eða menningarfræði. MA-próf á öðrum sviðum sem tengjast rannsóknarsviðinu verða einnig tekin til greina“

MA-próf í listasögu, heimspeki, safnvörslu, listastjórnun, félagsvísindum, listrannsóknum eða menningarfræði. MA-próf á öðrum sviðum sem tengjast rannsóknarsviðinu verða einnig tekin til greina“


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Með umsókn skulu fylgja:

· Ferilskrá (CV)

· Lýsing upp á um 2500 orð sem sýnir fram á áhuga á rannsóknaverkefninu og hvernig umsækjandi ætlar að fylgja því eftir (með tímaáætlun og heimildaskrá). Lýsingin þarf að gera skýra grein fyrir fræðilegum grunni rannsóknarinnar.

· Staðfestingar á prófgráðum (BA- og MA-gráður)

· Nöfn tveggja meðmælenda með upplýsingum um hvernig er hægt að ná í þá.

Öllum umsóknum verður svarað og allir umsækjendur verða látnir vita þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í allt að 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Enska útgáfu auglýsingarinnar má nálgast hér: https://euraxess.ec.europa.eu/jobs/518683

Vinsamlegast athugið að allar umsóknir verða geymdar hjá aðalstyrkþegunum (University of Wolverhampton, Háskóla Íslands, Zeppelin University og University of Edinburgh) vegna endurskoðunar í allt að 5 ár eftir að verkefninu lýkur. Með því að sækja um fallast umsækjendur á að gögn þeirra verði vistuð og notuð við úrvinnslu á þessu tímabili.


Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.08.2020


Nánari upplýsingar veitir
Eiríkur Smári Sigurðarson - [email protected] - 525 4000



Íslensku- og menningardeild
v/Suðurgötu
101 Reykjavík



Smellið hér til að sækja um starf


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum