Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2018

Kennsluþróunarstjóri við Menntavísindasvið

Kennsluþróunarstjóri við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
 
Menntavísindasvið Háskóla Íslands auglýsir eftir metnaðarfullum og drífandi kennsluþróunarstjóra til að taka þátt í framþróun fjölbreyttra kennsluhátta og öflugs námsumhverfis. Miðað er við að starfshlutfallið sé 50%, en möguleiki er á hærra starfshlutfalli. 

Kennsluþróunarstjóri vinnur að verkefnum tengdum þróun framúrskarandi námsumhverfis og kennsluhátta á Menntavísindasviði Háskóla Íslands í samvinnu við sviðsforseta, kennslunefnd MVS og kennslustjóra MVS. Kennsluþróunarstjóri hefur frumkvæði að samstarfi við kennara, nemendur og starfsfólk sviðsins um þróun og skipulag kennsluhátta. 

Helstu verkefni og ábyrgð
>> Fylgir eftir innleiðingu á kennslustefnu Menntavísindasviðs og Háskóla Íslands
>> Hefur frumkvæði að rannsóknum og mati á kennsluháttum innan Menntavísindasviðs
>> Skipuleggur og hefur umsjón með námi í kennslufræði fyrir kennara sviðsins, m.a. í samstarfi við Kennslumiðstöð
>> Veitir kennurum ráðgjöf, endurgjöf og stuðning vegna kennslu
>> Sér um umsóknir í sjóði vegna verkefna tengdum kennsluþróun

Hæfnikröfur
>> Meistarapróf á sviði menntavísinda eða skyldum fræðasviðum
>> Haldgoóð reynsla af fjölbreyttum kennsluháttum nauðsynleg
>> Framúrskarandi færni á sviði upplýsingatækni í kennslu
>> Skýr framtíðarsýn á þróun kennsluhátta á háskólastigi
>> Nám á sviði kennslufræða háskólastigsins er kostur
>> Frumkvæði og lipurð í samskiptum
>> Góð tungumálakunnátta 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf. 

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
I. Ferilskrá
II. Greinargerð þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig
geta lagt af mörkum til þess og framtíðarsýn
III. Staðfest afrit af prófskírteinum
IV. Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt innan Háskólans í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Háskóli Íslands veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands leggur sig fram um að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsfólk sýnir kostgæfni og fær notið sín í starfi. Megin gildi háskólans eru akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti. Háskóli Íslands er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education.

Starfshlutfall er 50 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.11.2018

Nánari upplýsingar veitir
Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir - [email protected] - 525 5965

HÍ Menntavísindasvið stjórnsýsla
Stakkahlíð
105 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum