Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Samráðsfundir með stjórnendum stofnana

Fulltrúar velferðarráðuneytisins hafa að undanförnu fundað með stjórnendum stofnana ráðuneytisins til að ræða um rekstrarstöðu og fagleg málefni í tengslum við fjárlagagerð ársins 2012. 

Á fundunum er farið yfir rekstur viðkomandi stofnunar og áætlaða rekstrarafkomu í lok þessa árs og rætt um fagleg málefni varðandi þjónustu og starfsemi. Stofnanir sem heyra undir velferðarráðuneytið eru 32. Fulltrúar ráðuneytisins hafa nú fundað með stjórnendum þeirra flestra en stefnt er að því að ljúka fundum með stofnununum fyrir mánaðamót.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherraGuðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir þessa fundi afar mikilvæga, jafnt fyrir ráðuneytið og stjórnendur stofnananna. „Það skiptir alltaf miklu máli að samráð og góð samvinna sé á milli ráðuneytisins og stofnana þess. Hagræðingarkrafa í ríkisfjármálum gerir þetta þó mikilvægara nú en nokkru sinni og árangur næst aðeins með samstarfi. Við verðum að skoða alla möguleika til aðhalds, meta áhrif mismunandi leiða og reyna að átta okkur á heildarmyndinni eins vel og nokkur kostur er.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum