Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2019

Lögreglumaður - Neskaupstaður


Lögreglumaður – Lögreglustjórinn á Austurlandi. 

Lögreglan á Austurlandi auglýsir eftir umsóknum um stöðu lögreglumanns með starfsstöð í Neskaupstað.

Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2019. 

Miðað er við að lögreglustjóri setji í stöðuna til reynslu í 6 mánuði, með skipun í huga að reynslutíma loknum.   

Ráðningarkjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna.  Starfshlutfall er 100%. Um er að ræða vaktavinnu með bakvaktarskyldu.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar.

Konur og karlar eru hvött til að sækja um stöðuna.

Nánari upplýsingar veitir Jónas Wilhelmsson Jenssen, yfirlögregluþjónn, í síma 444 0600. 

Umsóknum skal skila til lögreglustjórans á Austurlandi, Strandgötu 52, 735 Eskifjörður eða sendar á netfangið [email protected] 

Umsóknir, sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.  Öllum umsóknum verður svarað, þegar ákvörðun um skipun í stöðuna liggur fyrir.

Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi hjá embættum lögreglustjóra.  Þá má nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu lögreglunnar, www.logreglan.is, undir liðnum eyðublöð.

Eskifirði, 9. janúar 2019.
Lögreglustjórinn á Austurlandi,
Inger L. Jónsdóttir.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum