Hoppa yfir valmynd
27. mars 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynning á nýjum áherslum í kennaranámi Háskóla Íslands

Áskoranir í framtíðarskipulagi kennaramenntunar, námsleiðir og nýtt skipurit menntavísindasviðs Háskóla Íslands var til umræðu í heimsókn ráðherra í Stakkahlíð á dögunum. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Jóhanna Einarsdóttir forseti menntavísindasviðs HÍ tóku á móti Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í húsakynnum skólans og eftir skoðunarferð um húsnæðið fundaði ráðherra með rektor og forseta sviðsins ásamt fulltrúa nemenda og verðandi deildarforsetum sviðsins.

Á fundinum var rætt um þær áskoranir er tengjast framtíðarskipulagi kennaramenntunar í landinu, til dæmis vegna breytinga í aldurssamsetningu þjóðarinnar, brottfalls og tækninýjunga. Forseti sviðsins fræddi ráðherra um viðbrögð skólans við þessum áskorunum og helstu áherslur. Farið hefur fram vinna við endurskipulagningu kennaranámsins í því augnamiði að bregðast við þörfum kennaranema og óskum þeirra um frekari þjálfun og handleiðslu á vettvangi á meðan á námi stendur. Fyrir liggja hugmyndir um að lokaár kennaranámsins fari að hluta til fram á vettvangi innan skólanna og í því samhengi að fimmta árið verði að hluta til launað starfsnámsár og háskólinn veiti handleiðslu meðan á því stendur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum