Hoppa yfir valmynd
14. maí 2019

Rannsóknarlögreglumaður - Selfoss

Rannsóknarlögreglumaður – Lögreglan á Suðurlandi – Selfoss 

Við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi er laus til umsóknar staða rannsóknarlögreglumanns við rannsóknardeild embættisins á Selfossi sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglu.

Umsóknarfrestur er til og með 3. júní nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Suðurlandi, Hlíðarvegi 16, 860 Hvolsvöllur eða sendar á netfangið [email protected]

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Með umsókn sinni heimilar umsækjandi lögreglustjóra að staðreyna hvort umsækjandi uppfylli skilyrði e-liðar 2. mgr. lögreglulaga nr. 90/1996 með öflun upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%. Starfið er dagvinna með bakvaktaskyldu.  Reynsla af rannsóknum mála er æskileg.  Jafnframt er æskilegt að umsækjandi hafi lokið sérnámskeiði fyrir rannsóknarlögreglumenn frá Lögregluskóla ríkisins eða Mennta og starfsþróunarsetri lögreglunnar og þekki kenningamiðaða rannsókn lögreglumála.  Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er skilyrði. Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur. 

Skipað verður í stöðuna til 5 ára frá og með 1. júlí 2019

Nánari upplýsingar veita Oddur Árnason yfirlögregluþjónn og Elís Kjartansson lögreglufulltrúi í síma 444 2000

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum