Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2017 Dómsmálaráðuneytið

Tólf umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis

Tólf umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis sem auglýst var laust til umsóknar 10. apríl síðastliðinn. Dómsmálaráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands.

Umsækjendur um embættið eru:

  • Birna Arnardóttir, nemi
  • Dís Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur á Financial Mechanism Office hjá EFTA
  • Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íbúðalánasjóðs
  • Haukur Guðmundsson, lögmaður
  • Hildur Dungal, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu
  • Kári Guðmundsson, nemi
  • Kristín Haraldsdóttir, lektor við HR
  • Óli Ásgeir Hermannsson, yfirlögfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands
  • Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólaráðs
  • Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
  • Veturliði Þór Stefánsson, sendiráðunautur í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn
  • Þórunn Júníana Hafstein, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu

Í nefndinni til að meta hæfni sitja:

Ágústa Hlín Gústafsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Vexti ráðgjöf,

Guðrún Jenný Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá ríkisskattstjóra,

Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður hjá Íslensku lögfræðistofunni, sem jafnframt verður formaður.

Frétt uppfærð 27. apríl:

Birna Arnardóttir hefur dregið umsókn sína tilbaka.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum