Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2020

Fjármálasérfræðingur í greiningum

Fjármálasérfræðingur í greiningum


Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Áhersla er á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda. Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI. 

Við embættið er laus til umsóknar ein staða fjármálasérfræðings í greiningum. Um er að ræða afar fjölbreytt og áhugavert starf sem felst í rannsóknum á peningaþvættis- og fjármunabrotum. 

Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins. 

Hlutverk rannsóknardeildar LRH er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Um getur verið að ræða mál sem koma til með kærum, að frumkvæði starfsfólks deildarinnar, með tilkynningum frá öðrum lögregluliðum, innlendum sem erlendum eða með öflun upplýsinga eftir formlegu kerfi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
»» Fjármálagreiningar og skýrslugerð.
»» Undirbúningur og framkvæmd yfirheyrslna.
»» Samskipti við fjármálastofnanir og gagnaöflun.
»» Ráðgjöf í verkefnum annarra deilda innan miðlægrar rannsóknar.
»» Skjölun og skrásetning gagna.

Hæfnikröfur
»» Menntun sem nýtist í starfi s.s. verkfræði, viðskiptafræði eða hagfræði er skilyrði.
»» Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
»» Framúrskarandi greiningarhæfni og færni til að tjá sig í ræðu og riti er nauðsynleg.
»» Þekking á starfsemi fyrirtækja (ehf. slf. sf.), fjármálamarkaði og fjármálahugtökum er nauðsynleg.
»» Reynsla af færslu bókhalds, gerð skattframtala og uppsetningu ársreikninga er kostur. 
»» Kunnátta og mjög góð færni í Excel er nauðsynleg.
»» Kunnátta á MS PowerBI og SQL er kostur.
»» Frumkvæði í starfi og hæfni til nákvæmra og sjálfstæðra vinnubragða.
»» Metnaður og góð samskiptahæfni.
»» Góð íslensku- og enskukunnátta.

Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og rökstyður hæfni sína í starfið.

Vakin er athygli á því að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsfólk lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu, sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum
umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.08.2020

Nánari upplýsingar veitir
Karl Steinar Valsson - [email protected] - 444-1000
Margeir Sveinsson - [email protected] - 444-1000
Sigríður Gisela Stefánsdóttir - [email protected] - 444-1000

 


Smellið hér til að sækja um starf

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum