Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2019

Sérfræðingur í rannsóknar- og heilbrigðisdeild

Sérfræðingur í rannsóknar- og heilbrigðisdeild

Vinnueftirlitið óskar eftir sérfræðingi í rannsóknar- og heilbrigðisdeild með áherslu á stoðkerfisþætti vinnuverndar. Starfshlutfall er 100% og starfsstöð er í Reykjavík. 

Helstu verkefni og ábyrgð:
Rannsóknir á sviði vinnuverndar, m.a. með áherslu á stoðkerfisþætti vinnuverndar
Þátttaka í fræðslu á sviði vinnuverndar með áherslu á stoðkerfisþætti vinnuverndar
Stuðningur við eftirlit með áherslu á stoðkerfisþætti vinnuverndar

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistaragráða er æskileg
Reynsla af rannsóknum
Reynsla á sviði vinnuverndar er æskileg
Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
Sveigjanleiki í starfi m.t.t. verkefna
Færni í framsetningu upplýsingaefnis
Hæfni í mannlegum samskiptum
Sjálfstæði og skipulagshæfni

Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Tómasson, sviðsstjóri ([email protected]) í síma 550 4600. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.

Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á  samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Hlutverk Vinnueftirlitsins er að stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi sem jafnan skal vera í samræmi við félagslega framþróun og bestu þekkingu á hverjum tíma. Gildi Vinnueftirlitsins eru frumkvæði, forvarnir og fagmennska.

Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar www.vinnueftirlit.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum