Hoppa yfir valmynd
23. mars 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ný viðbragðsáætlun í æskulýðsstarfi

Æskulýðsvettvangurinn kynnir nýja viðbragðsáætlun - mynd
Ný viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangins, samstarfsvettvangs Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands, var kynnt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í dag. Viðbragðsáætlunin tekur til áfalla og atvika sem geta komið upp í æskulýðsstarfi og er hún einnig aðgengileg á heimasíðu Æskulýðsvettvangsins, auk annars fræðsluefnis sem viðkemur öryggi barna.

Ýmis atvik geta komið upp í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem bregðast þarf við. Erfitt er að gera þeim öllum skil en Æskulýðsvettvangurinn telur mikilvægt að til séu ákveðnar grunnreglur fyrir stjórnendur, yfirmenn, sjálfboðaliða og aðra ábyrgðaraðila innan félaganna. Í nýrri viðbragðsáætlun eru lýst einföldum verkferlum sem nýtast til að mynda ef upp koma mál er tengjast agabrotum, einelti, veikindum og slysum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum