Hoppa yfir valmynd
18. september 2006 Dómsmálaráðuneytið

Örorkunefnd, tafla um miskastig

Eftirfarandi töflu um miskastig hefur örorkunefnd samið samkvæmt fyrirmælum í 3. mgr. 10. gr., sbr. 1. mgr. 4. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993.

Miskastig eru í þessari töflu metin í hundraðshlutum.

Í töflu sem þessari er metin skerðing á líkamlegri og eftir atvikum andlegri færni hjá einstaklingum sem orðið hafa fyrir líkamstjóni. Þessi skerðing hefur í seinni tíð verið kölluð læknisfræðileg örorka til aðgreiningar frá fjárhagslegri örorku. Í skaðabótalögum nr. 50/1993 er um læknisfræðilega örorku notað hugtakið varanlegur miski.

Varanlegur miski er óháður orsök líkamstjóns í hverju tilviki og við mat á honum er ekki tekið tillit til menntunar, starfs eða áhugamála þess sem orðið hefur fyrir líkamstjóni.

Örorkunefnd hefur við samningu töflunnar haft hliðsjón af sams konar töflum sem notaðar eru í ýmsum öðrum löndum. Tafla sem þessi verður seint fullkomin og hún getur aldrei tekið til allra hugsanlegra líkamsáverka. Örorkunefnd telur slíka töflu þurfa að vera stöðugt í endurskoðun og mun gefa út aukna og endurbætta útgáfu hennar síðar, þegar efni þykja til.

Sú tafla sem hér birtist er fyrst og fremst leiðbeinandi um mat á miskastigi vegna tiltekinna tegunda líkamstjóna.

Áverka sem ekki er getið um í töflunum verður að meta sérstaklega hverju sinni.

Reykjavík 18. október 1994

Miskatafla í PDF sniði.
(uppfærð 18. september 2006)

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum