Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2007 Innviðaráðuneytið

Unnið áfram að gæðaúttekt á vegakerfinu

Fulltrúar Félags íslenskra bifreiðaeigenda, Umferðarstofu og samgönguráðherra skrifuðu í dag undir samning um áframhaldandi úttekt á þjóðvegakerfinu, staðlaðri gæða- og öryggiskönnun undir formerkjum EuroRap. Stefnt er að því að ljúka úttekt á öllum hringveginum á árinu og nokkrum öðrum vegarköflum einnig.

Gengið frá nýjum samningi um EurorRap-úttekt.
Gengið frá nýjum samningi um EurorRap-úttekt. Kristján L. Möller afhendir Ólafi Guðmundssyni hjá FÍB lykil að nýjum bíl fyrir verkefnið.

EuroRap eru samtök bifreiðaeigendafélaga í 25 löndum en verkefnið styðja einnig ýmsar evrópskar opinbera stofnanir og fleiri aðilar. Hlutverk samtakanna er að annast gæðamat á vegum eftir ákveðnu kerfi og eru úttektirnar tæki fyrir veghönnuði til að meta öryggi vega um leið og hún veitir almenningi upplýsingar um gæði vega.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur annast verkefnið hér á landi og hófst það í fyrra þegar mældir voru 550 km. Hringvegurinn út frá Reykjavík var skoðaður allt norður í Hrútafjörð og austur á Skeiðarársand. Einnig var Þingvallavegurinn skoðaður og leiðin að Gullfossi og Geysi. Í ár verður lokið við úttekt á Hringveginum, Djúpvegur, vegarkaflar á Snæfellsnesi og nokkar vinsælar ferðamannaleiðir. Félagið fékk í dag afhentan nýjan bíl til verkefnisins, Mercedes Benz B-200 og standa eftirtalin fyrirtæki að rekstri hans: Bílabumboðið Askja, Goodyear, N1, Lýsing, Samskip og Vátgryggingafélag Íslands.

Við undirritun samningsins í dag sagði Kristján L. Möller samgönguráðherra að úttektir sem þessar gæfu mönnum mikilsverða vitneskju og vitað væri að víða þyrfti að vinna að úrbótum á vegakerfinu. Sagði hann það ekki síst eiga við um umhverfi vega. Ráðherrann sagði mikilvægt að taka niðurstöður úttektarinnar alvarlega og nýta þannig þekkingu og reynslu sem fengist. ,,Þannig fáum við batnandi vegakerfi. Um leið skulum við minnast ábyrgðar okkar sem ökumanna, hún minnkar ekkert þótt vegakerfið sé gott.?

Gengið frá nýjum samningi um EurorRap-úttekt.
Styrktaraðilar verkefnisins skrifa undir samning um framlag sitt.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum