Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2018

Verkefnastjóri Siðfræðistofnunar

Verkefnastjóri Siðfræðistofnunar

Siðfræðistofnun Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra.
Siðfræðistofnun er sjálfstæð rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun sem er vettvangur þverfaglegs samstarfs á sviði siðfræði. Stofnunin hefur heimilisfesti á Hugvísindasviði Háskóla Íslands og starfar innan vébanda Hugvísindastofnunar. Auk rannsókna- og vísindastarfs er hlutverk Siðfræðistofnunar meðal annars að gefa út fræðirit og námsefni um siðfræði, veita stjórnvöldum, stofnunum og fagfélögum ráðgjöf um siðfræðileg efni og að gangast fyrir námskeiðum og fyrirlestrum um siðfræði.

Menntunar- og hæfniskröfur 
•Meistaragráða á sviði hagnýttrar siðfræði, heimspeki eða sambærileg menntun sem nýst getur í starfinu. Doktorsgráða er æskileg.
•Reynsla af rannsóknum og/eða umsjón með rannsóknaverkefnum. 
•Reynsla af stjórnun og styrkumsóknum. 
•Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar. 
•Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt. 
•Góð ritfærni og hæfni í mannlegum samskiptum.

Starfssvið
Hlutverk verkefnastjóra er að annast daglegan rekstur stofnunarinnar auk þess að efla rannsókna-, þjónustu- og þróunarstarf hennar. Í því felst m.a.:
•Umsjón með ráðgjafar- og fræðsluverkefnum á vegum stofnunarinnar. 
•Vinna við styrkumsóknir til rannsókna. 
•Umsjón með viðburðum, heimasíðu og samskiptamiðlum stofnunarinnar.
•Önnur verkefni að beiðni stjórnar sem eru til þess fallin að efla starf stofnunarinnar.

Umsóknarfrestur er til 14. desember 2018. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Stefnt er að því að ráða í starfið í ársbyrjun 2019, eftir nánara samkomulagi.

Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnar Siðfræðistofnunar, í síma 525 4356, netfang [email protected]  

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum