Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2020

Hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild

Hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild

Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings í 70% starfshlutfalli á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. 

Staðan veitist frá 1. september 2020.

Næsti yfirmaður er forstöðuhjúkrunarfræðingur gjörgæsludeildar, Brynja Dröfn Tryggvadóttir.

Helstu verkefni og ábyrgð
Í starfinu felst ábyrgð á öllum almennum verkefnum hjúkrunarfræðinga samkvæmt lögum og reglugerðum. Einnig að unnið sé samkvæmt markmiðum hjúkrunar, deildarinnar og stofnunarinnar.

Unnið er á þrískiptum vöktum í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi.

Hæfnikröfur
Umsækjandi skal hafa gilt íslenskt starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur. Reynsla í gjörgæsluhjúkrun er æskileg.
Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samskiptum og samvinnu.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is

Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Sjúkrahúsið veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO
vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum stöðlum sem sjúkrahúsið er vottað eftir.

Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI.

Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður.

Starfshlutfall er 70%
Umsóknarfrestur er til og með 22.07.2020

Nánari upplýsingar veitir
Brynja Dröfn Tryggvadóttir - [email protected] - 8525638
Hulda Sigríður Ringsted - [email protected] - 4630100


Sjúkrahúsið á Akureyri
Gjörgæsludeild.
Eyrarlandsvegur
600 Akureyri


Smellið hér til að sækja um starf


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum