Hoppa yfir valmynd
28. maí 2017 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherrar Norðurlanda funda í Bergen 29. og 30. maí

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sækir sumarfund forsætisráðherra Norðurlanda sem haldinn verður 29. og 30. maí í Bergen í boði Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs. Á fundinum verða til umfjöllunar ýmis norræn málefni og meðal annars kynnt verkefnið „Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum“. Þá verða til umfjöllunar ýmis alþjóða- og öryggismál og svæðisbundið samstarf. Meðal annars verður fjallað um baráttuna gegn hryðjuverkum, umhverfis- og loftslagsmál, upplýsingatækni svo og útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þá munu forsætisráðherrarnir eiga fund með forseta Norðurlandaráðs og framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, þar sem meðal annars verður fjallað um norræna samvinnu og málefni sem tengjast Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum