Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2016 Dómsmálaráðuneytið

Drög að reglugerð um stjórn lögreglurannsókna til umsagnar

Drög að reglugerð um stjórn lögreglurannsókna og samvinnu héraðssaksóknara og lögreglustjóra við rannsókn sakamála eru nú til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin til og með 2. desember næstkomandi. Umsagnir skal senda á netfangið [email protected].

Tilgangur reglugerðarinnar er að skýra stjórn lögreglurannsókna í hverju umdæmi fyrir sig og samvinnu lögreglustjóra og héraðssaksóknara við rannsókn sakamála, m.a. með tilliti til þeirra breytinga sem urðu með breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum (skipan ákæruvalds, rannsókn efnahagsbrota o.fl.) nr. 47/2015.

Hér eru því kynnt drög að nýrri reglugerð um stjórn lögreglurannsókna og samvinnu héraðssaksóknara og lögreglustjóra við rannsókn sakamála sem samin hefur verið eftir tillögu ríkisaksóknara í samræmi við ákvæði 1. mgr. 8. gr. lögreglulaga. Lagt er til að felld verði úr gildi eldri reglugerð um stjórn lögreglurannsókna, rannsóknardeildir, rannsóknaraðstoð og samvinnu lögreglustjóra við rannsókn opinberra mála.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum